Í ágúst síðastliðnum fengum við í heimsókn til okkar vinafólk frá Sviss. Þau dvöldu nokkrar nætur hjá okkur á Húsavík og nýttu dagana við að skoða Húsavík og nágrenni. Við ákváðum að fara saman í Öskju og lá leið okkar því um Möðrudal og yfir Kreppu í prýðilegu veðri. Líf var með okkur í för og var ekki annað að sjá en hún hafi notið þess að sofa í sætinu sínu í öllum hristingnum á hálendisslóðunum. Hefur hún ferðast víða sú litla frá því hún fæddist 3. júní. Hér eru nokkrar myndir ferð okkar.