Í sumar fengum við tvö folöld. Það fyrsta kom 4. júní og er dökkjarpt merfolald undan Bjarklindi og Hersi. Það hefur líklega erft stærðina frá föður sínum, er háfætt og með góðan háls.
Seinna folaldið er undan Brönu og Hersi. Það er fætt líklega 26. júní og er rauðjörp meri.
Meðfylgjandi eru myndir af þessum folöldum.