Upplýsingar um notkun 2021

Hersir var sýndur í kynbótadómi 8. júní síðastliðinn eins og frægt er orðið.

Hann hlaut fyrir háls/herðar/bóga hina eftirsóttu einkunn 9,5 og fyrir sköpulag 8.82!

Fyrir hæfileika er hann hlaðinn 9um; Tölt, brokk, greitt og hægt stökk, samstarfsvilji og fegurð í reið. 8,5 fyrir fet og hægt stökk. Gerir það í hæfileikaeinkunn 8.34 sem kárhestur og hæfileikar án skeiðs 8.95! Aðaleinkunn 8.51 (8.90 án skeiðs).

Hersir er einstaklega glæsilegur hestur; fótahár og bolléttur með einstaka frambyggingu og allar gangtegundir fyrir hendi.

Nánari upplýsingar veitir einnig eigendur: Gisli Haraldsson (898-2207) og Einar Gíslason (898-8445).

Um Hersi

Hersir vikugamall með móður sinni Hraunu 2015

Hersir er fæddur um mitt sumar 2015. Hann er undan heiðursverðlauna merinni Hraunu frá Húsavík (8.44) og Vökli frá Efri-Brú (8.37).

Hersir var einstaklega glæsilegt folald, reistur og háfættur. Á myndinni hér að ofan er hann með móður sinni vikugamall.

Hrauna vakti mikla athygli á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 2002 þegar hún var sýnd 5 vetra af Þórði Þorgeirssyni. Var hún hæst dæmda 5 vetra hryssan 2002 en í aðaleinkunn hlaut hún 8.44; 8.08 fyrir sköpulag og 8.68 fyrir hæfileika. Nánari upplýsingar um hana má finna <hér>.

Vökull er undan heiðursverðlauna hestinum Arði frá Brautarholti og Kjalvöru frá Efri-Brú, Kolfinnsdóttur. Vökull er hátt dæmdur klárhestur sem hefur verið að gera það gott í keppni; 7 vetra varð hann 7. í B-flokki gæðinga á Landsmóti á Hólum og hefur náð frábærum árangri í T1 og V1 í íþróttakeppni.

Ætt

Hersir og Helga Una – Maí 2021

Arður frá Brautarholti (8.49)
IS2001137637
Vökull frá Efri Brú (8.37)
IS2009188637
Kjalvör frá Efri-Brú (7.90)
IS2001288691
Hersir frá Húsavík
IS2015166640
 Orri frá Þúfu (8.34)
IS1986186055
Hrauna frá Húsavík (8.44)
IS1997266640
Urð frá Hvassafelli (8.22)
IS1984265044

Að baki Hersi er að finna í móður og föðurlegg marga helstu máttarstópla íslenskrar hrossaræktar. Í honum er til að mynda áhugaverð blanda af Hrafni frá Holtsmúla, Ófeigi frá Flugumýri  og Náttfara frá Ytra-Dalsgerði.

Hæsti dómur 2021

Sýnandi Helga Una Björnsdóttir

M1 M2 M3 M4 M5 M6 M7 M8 M9 M10 M11
152 140 145 67 150 40 51 46 7 32.5 19.5

Aðaleinkunn: 8.51 Aðaleinkunn án skeiðs 8.95
Sköpulag: 8.82
  Höfuð 8.5 Svipgott
  Háls/herðar/bógar 9.5 Mikil reising – Hátt settur – Fremur grannur – Langur – Hvelfdur – Góð bógalega – Afar háar herðar
  Bak og lend 8 Góð baklína – Áslend
  Samræmi 9 Afar fótahátt – Léttbyggt – Jafn bolur
  Fótagerð 8.5  
  Réttleiki 8.5
  Hófar 9 Fremur brattir hælar – Efnismiklir – Vel lagaðir
  Prúðleiki 8.5
Hæfileikar: 8.34 Hæfileikar án skeiðs 8.95
  Tölt 9 Mjúkt – Há fótlyfta – Skrefmikið – Takthreint
  Brokk 9 Há fótlyfta – Skrefmikið – Svifmikið – Hvelfd yfirlína – Takthreint
  Skeið 5
  Greitt stökk 9 Há fótlyfta – Skrefmikið – Svifgott – Rúmt
  Hægt stökk 9 Há fótlyfta – Skrefmikið – Svifmikið – Takthreint
  Samstarfsvilji 9 Góð framhugsun – Mikil þjálni – Yfirvegun
  Fegurð í reið 9 Há fótlyfta – Mikil reising – Góður höfuðburður – Fasmikið
  Fet 8.5 Mjúkt – Góð skreflengd – Takthreint
  Hægt tölt 8.5

Hersir og Helga Una – Maí 2021

Hersir og Helga Una – Maí 2021

Hersir og Helga Una – Júní 2020

Hersir og Helga Una – Júní 2020

Hersir og Helga Una á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 15. júní 2020.

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á INSTAGRAM

UM OKKUR

Höfðahestar er ræktun Gísla Haraldssonar á Húsavík og Einars Gíslasonar. Gísli hóf ræktun sína þegar hann keypti hryssuna Kviku frá Úlfsstöðum í Skagafirði 1980 en Einar byrjaði 2010. Hrossin okkar eru kennd við bæinn Húsavík á Norðurlandi Eystra. Ræktunin er lítil en við fáum cirka 1-2 folöld á ári og leitumst við við að nota vel ættaða, myndarlega, geðgóða hesta með úrvals gangtegundir. Markmiðið er að eiga fá hross en góð sem er einnig heiti á grein eftir Jens Einarsson sem birtist í Eiðfaxa 2002 þegar Gísli var tilnefndur sem ræktunarmaður ársins. Greinina er hægt að lesa með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Lesa meira