Upplýsingar um notkun 2023

Upplýsingar veitir Teitur Árnason í síma 894 2018

Further information provided by Teitur Árnason +354 894 2018.

Um Hersi

Hersir vikugamall með móður sinni Hraunu 2015

Hersir er fæddur um mitt sumar 2015. Hann er undan heiðursverðlauna merinni Hraunu frá Húsavík (8.44) og Vökli frá Efri-Brú (8.37).

Hersir var einstaklega glæsilegt folald, reistur og háfættur. Á myndinni hér að ofan er hann með móður sinni vikugamall.

Hrauna vakti mikla athygli á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum 2002 þegar hún var sýnd 5 vetra af Þórði Þorgeirssyni. Var hún hæst dæmda 5 vetra hryssan 2002 en í aðaleinkunn hlaut hún 8.44; 8.08 fyrir sköpulag og 8.68 fyrir hæfileika. Nánari upplýsingar um hana má finna <hér>.

Vökull er undan heiðursverðlauna hestinum Arði frá Brautarholti og Kjalvöru frá Efri-Brú, Kolfinnsdóttur. Vökull er hátt dæmdur klárhestur sem hefur verið að skila einstaklega áhugaverðum afkvæmum í dóm. Samkvæmt samantekt Eiðfaxa síðastliðið haust þá eru afkvæmin einstaklega vel gerð , fara vel í reið og með frábæra hæfileika.

Þá eru fyrstu afkvæmi Hersis farin að skila sér til tamningar og á folaldasýningar. Þau eiga það sammerkt að vera vel sköpuð, framfalleg og sýna allan gang. Á folaldasýningu Hrossaræktarfélags Flóahrepps sem fram fór í mars vann Herskár frá Kjartansstöðum, Hersissonur, hestaflokkinn og var kosinn folald sýningarinnar. Þá var sá sami í öðru sæti á stórri folaldasýningu í Sörla og annar Hersissonur í þriðja sæti, Kóngur frá Bjarkarhöfða.

Ætt

Hersir og Eyrún Ýr – Maí 2022

Arður frá Brautarholti (8.49)
IS2001137637
Vökull frá Efri Brú (8.37)
IS2009188637
Kjalvör frá Efri-Brú (7.90)
IS2001288691
Hersir frá Húsavík
IS2015166640
 Orri frá Þúfu (8.34)
IS1986186055
Hrauna frá Húsavík (8.44)
IS1997266640
Urð frá Hvassafelli (8.22)
IS1984265044

Að baki Hersi er að finna í móður og föðurlegg marga helstu máttarstópla íslenskrar hrossaræktar. Í honum er til að mynda áhugaverð blanda af Hrafni frá Holtsmúla, Ófeigi frá Flugumýri  og Náttfara frá Ytra-Dalsgerði.

Hersir og Teitur í verðlaunaafhendingu 7. vetra stóðhesta og eldri á Landsmóti- Júlí 2022

9.5
Háls/herðar/bógar
9.5
Fegurð í reið
9.5
Brokk

Hæsti dómur 2022

Sýnandi Teitur Árnason

M1 M2 M3 M4 M5 M6 M7 M8 M9 M10 M11
152 139 145 66 147 39 50 44 6.9 32 20

Aðaleinkunn: 8.51 Aðaleinkunn án skeiðs 8.95
Sköpulag: 8.82
  Höfuð 8.5 Vel opin augu – Skarpt/þurrt
  Háls/herðar/bógar 9.5 Háreistur – Langur – Afar háar herðar
  Bak og lend 8 Góð baklína – Vöðvarýrt bak – Áslend
  Samræmi 9 Framhátt – Afar fótahátt – Sívalvaxið
  Fótagerð 8.5 Öflugar sinar – Rétt fótstaða
  Réttleiki 8.5
  Hófar 9 Þykkir hælar – Efnismiklir – Efnistraustir
  Prúðleiki 8.5
Hæfileikar: 8.34 Hæfileikar án skeiðs 8.95
  Tölt 9 Góð fótlyfta – Skrefmikið – Ferðmikið – Takthreint
  Brokk 9.5 Skrefmikið – Svifmikið – Hvelfd yfirlína – Öruggt – Takthreint – Framhátt
  Skeið 5
  Greitt stökk 8.5 Góð skreflengd – Svifgott
  Hægt stökk 9 Skrefmikið – Svifgott – Hvelfd yfirlína – Takthreint
  Samstarfsvilji 9
Góð framhugsun – Þjálni – Samstarfsfús
  Fegurð í reið 9 Góð fótlyfta – Hvelfd yfirlína – Góður höfuðburður
  Fet 8 Stöðugt – Takthreint
  Hægt tölt 8.5 Góð fótlyfta – Góð skreflengd

Aðaleinkunn kynbótamats 2022 – 123 (129 án skeiðs)

Hæð á herðar

(M1-M2) = 13 cm

*Meðaltal stóðhesta 11.4 cm

Framhæð

(M1-M3) = 7 cm

*Meðaltal stóðhesta 5.5 cm

Fótahæð

(M1-2*M4) = 20 cm

*Meðaltal stóðhesta 12.8 cm

Hersir og Teitur Árnason – Júní 2022

Hersir og Teitur í forsýningu á Landsmóti – Júlí 2022

FYLGSTU MEÐ OKKUR Á INSTAGRAM

Hrauna frá Húsavík

Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2020

Dómsorð

Hrauna frá Húsavík gefur stór hross. Fríðleiki á höfuð er í meðallagi. Hálsinn er reistur við háar herðar en gætir hjartarháls. Baklínan er nokkuð góð en bakið getur verið mjótt. Afkvæmin eru fótahá og léttbyggð, fætur hafa öflugar sinar og svera liði en geta verið nástæðir og réttleiki er í meðallagi. Hófar eru efnisgóðir og prúðleiki er góður. Afkvæmin eru ýmist alhliðageng eða klárhross. Töltið og brokkið er taktgott með góðum fótaburði, stökkið er teygjugott. Hrauna frá Húsavík gefur þjál hross sem fara vel í reið með góðum fótaburði. Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

Hrauna og Þórður Þorgeirsson – Ágúst 2002

Hrauna og Þórður Þorgeirsson – Ágúst 2002

Hrauna og Þórður Þorgeirsson – Ágúst 2002

UM OKKUR

Höfðahestar er ræktun Gísla Haraldssonar á Húsavík og Einars Gíslasonar. Gísli hóf ræktun sína þegar hann keypti hryssuna Kviku frá Úlfsstöðum í Skagafirði 1980 en Einar byrjaði 2010. Hrossin okkar eru kennd við bæinn Húsavík á Norðurlandi Eystra. Ræktunin er lítil en við fáum cirka 1-2 folöld á ári og leitumst við við að nota vel ættaða, myndarlega, geðgóða hesta með úrvals gangtegundir. Markmiðið er að eiga fá hross en góð sem er einnig heiti á grein eftir Jens Einarsson sem birtist í Eiðfaxa 2002 þegar Gísli var tilnefndur sem ræktunarmaður ársins. Greinina er hægt að lesa með því að ýta á hnappinn hér að neðan.