Hægt verður að nota stóðhestana okkar þá Höfða og Hersi núna í sumar. Höfði verður á Húsavík eða í Reykjadal og Hersir verður í Fnjóskadal. Hægt er að lesa meira um þá í flipanum „Stóðhestar“ og skoða myndir af þeim.
Á Höfða er komin um 3 mánaða tamning og lofar hann mjög góðu. Hann fer um á skrefmiklu brokki, stekkur mjög fallega og töltið laflaust. Höfði er einnig stór og háreistur hestur. Mjög efnilegur hestur hér á ferð.
Frekari upplýsingar um hestana veitir Gísli í síma 898-2207.