Einar var á Íslandi í lok janúar síðastliðnum og voru hestarnir teknir á hús og járnaðir. Elsta hrossið á járnum er Herðubreið Hraunudóttir en hún verður 9 vetra í ár. Stefnt er á að sýna hana eða keppa á henni í sumar. Gísli skrapp smá hring á merinni eftir járningu og er myndin af þeim hér að ofan.
Síðan eigum við tvær merar undan Stuðlari sem eru 6 vetra í sumar, Sóldís og Birta. Báðar efni í góð reiðhross. Þá eigum við tvo geldinga á fimmta ári, Hamar og Bjarkar. Hamar er undan Hraunu og Svaka frá Miðsitju, stór og gerðarlegur foli. Bjarkar er undan Bjarklindi og Krák frá Blesastöðum, í smærra lagi en dauðþægur og fer á öllum gangi. Þessi hross voru öll frumtamin í sumar.
Síðast en ekki síst byrjuðum við frumtamningu á stóðhestefninu okkar, Höfða frá Húsavík, en hann verður 4 í sumar.