Í byrjun september komu stóðhestefnin okkar, Höfði og Hersir, á hús til tamningar. Báðir voru með merum í sumar og líklega í kringum 15 fengnar.

Höfða var taminn í um 3 mánuði síðasta vor. Hann fer vel af stað eftir sumarið og er að okkur finnst mjög efnilegur. Hvergi veikleiki í gangtegundum og útlitið ekki að skemma fyrir honum eins og meðfylgjandi mynd sínir. Hersir er þriggja vetra og er því í frumtamningu. Hann er einnig spennandi hestur, einstaklega stór og glæsileg skepna.

Síðan voru önnur trippi frum- og framhaldstamningu. Þriggja vetra trippi eru Bergdís-Vökulsdóttir og geldingur sem Einar og Barla keyptu í Laufskálarétt 2015 undan Víði frá Enni (8.35). Siðan eru eldri trippi í hópnum sem eru í framhaldstamningu.

Meðfylgjandi mynd er af Höfða og er tekin í september á bökkunum í Saltvík.