Hersir frá Húsavík

IS2015166640
Aðaleinkunn 8.51 / 8.90 án skeiðs

Hersir vikugamall 2015

Ævar Örn og Vökull 2015

Arður frá Brautarholti (8.49)
IS2001137637
Vökull frá Efri Brú (8.37)
IS2009188637
Kjalvör frá Efri-Brú (7.90)
IS2001288691
Hersir frá Húsavík
IS2015166640
 Orri frá Þúfu (8.34)
IS1986186055
Hrauna frá Húsavík (8.44)
IS1997266640
Urð frá Hvassafelli (8.22)
IS1984265044

Hersir er undan hinum stóra og glæsilega Vökli frá Efri-Brú. Vökull kom fyrst fram á kynbótasýningu 2014, þá 5 vetra, og sáum við hestinn á Landsmótinu á Hellu síðar um sumarið. Vökull er með stærri hestum, 151 cm á herðar með jafna og góða byggingu; 9 fyrir samræmi og 8.5 fyrir háls/herðar/bóga, fótagerð, réttleika og hófa. Vökull er sýndur án skeiðs en fyrir hæfileika skorar hann hæst 9,5 fyrir fegurð í reið og 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.

Vökull hefur verið að sanna sig sem frábær keppnishestur í fjórgangi og tölti. Á landsmótinu á Hólum 2016 varð hann í 7. sæti í B flokki gæðinga og í tölti varð hann í 12. sæti sem er frábær árangur fyrir  þá 7 vetra hest. Hér til hliðar má sjá video af hestinum í sinni fyrstu keppni á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks 2015.

Vökull er undan heiðursverðlaunahestinum Arði frá Brautarholti, Orrasyni, og Kjalvör frá Efri-Brú, Kolfinnsdóttur. Í dómsorðum um afkvæmi Arðs segir m.a. að hann gefi stór fótahá hross með reistan háls og háar herðar. Þá eru þau flest alhliðageng með takthreinu tölti, skrefmiklu brokki og góðum fótaburði.

Hersir vakti strax athygli okkar á folaldsvetrinum, var stórt folald, sérlega reisulegur og fór um nær eingöngu á tölti. Undir vorið byrjaði hann svo að brokka og sýnir nú allan gang. Hersir verður stærðarinnar hestur og 2 vetra (2017) er hann nú þegar við óformlega mælingu 143 cm á herðar. Hersir minnir um margt á móður sína Hraunu þegar hún var trippi, sýnir allan gang og ber af öðrum trippum hvað myndarskap og stærð varðar. Það verður spennandi að sjá hvað verður úr honum.

#hersirfrahusavik

Nýjast af Hersi á Instagram

#hersirfrahusavik

Aðaleinkunn 8.04 / 8.39 án skeiðs

Höfði er seldur til Austurríkis

F: Korgur frá Ingólfshvoli (8.41)
M: Hrauna frá Húsavík (8.44)

Leiknir frá Vakurstöðum (8.28)
IS1999181675
Korgur frá Ingólfshvoli (8.41)
IS2006187026
Korga frá Ingólfshvoli
IS1998287026
Höfði frá Húsavík
IS2014166640
Orri frá Þúfu (8.34)
IS1986186055
Hrauna frá Húsavík (8.44)
IS1997266640
 Urð frá Hvassafelli (8.22)
IS1984265044

Höfði frá Húsavík

IS2014166640

Höfði er undan Hraunu Orradóttur og hinum magnaða Korgi frá Ingólfshvoli sem Artemisia Bertus hefur gert garðinn frægan með. Korgur er magnaður gæðingur með jafnar og góðar gangtegundir. Hesturinn er sýndur án skeiðs en í kynbótadómi er hann með 9,5 fyrir fegurð í reið og hægt stökk; 9 fyrir aðra þætti. Þá er byggingin einnig góð, hálsinn langur og mjúkur, léttbyggður með góðan prúðleika og hófa.

Korgur hefur undanfarin ár sannað sig sem frábær íþróttahestur í fjórgangi og tölti. Varð hann Íslandsmeistari í fjórgangi 2017 áður en hann hélt utan á heimsmeistaramótið í Oirschot í Hollandi 2017 þar sem hann varð í 4. sæti í sömu grein.  Hér til hliðar má sjá skemmtilegt myndband af Korgi tekið sumarið 2016.

Fyrstu afkvæmi Korgs eru farin að koma fram og þegar þetta er skrifað þá eru tvö af þremur sýnd með fyrstu verðlaun, þar af einn heimsmeistari í 5 vetra flokki á nýafstöðnu heimsmeistaramóti; Grani frá Torfunesi (8.58).

Höfði er af öflugum skagfirskum ættum, en móðir Korgs, Korga frá Ingólfshvoli, var undan hálfsystkynum undan Ófeigi frá Flugumýri, Geysi og Golu frá Gerðum. Faðir Korgs, Leiknir frá Vakursstöðum er síðan undan Safír frá Viðvík, Hrafnssyni og Lyftingu frá Ysta-Mó Hervarsdóttur. Faðir Hraunu er síðan Orri frá Þúfu Oturssonur og móðir Hraunu, Urð frá Hvassafelli, er út af Hraunari frá Sauðárkróki Ófeigssyni sem fórst ungur en skilaði afburða hrossum þó fá hafi verið.

Höfða svipar mikið til Korgs hvað byggingu varðar; prúður með langan bogadreginn háls, miklar herðar, léttbyggður og með öfluga fætur. Höfði var frumtaminn í 3 mánuði vorið 2018 og kom strax í tölt þegar leitað var eftir því. Veturinn 2018-2019 verður hann í tamningu og verður spennandi að sjá hvernig hann verður undir vorið.

Hér að neðan eru nokkrar myndir af Höfða sem hægt er að skoða í stærri upplausn með því að klikka á myndirnar.

Höfði vikugamall 2014

Artemisia og Korgur 2016

Leiknir frá Vakurstöðum (8.28)
IS1999181675
Korgur frá Ingólfshvoli (8.41)
IS2006187026
Korga frá Ingólfshvoli
IS1998287026
Höfði frá Húsavík
IS2014166640
Orri frá Þúfu (8.34)
IS1986186055
Hrauna frá Húsavík (8.44)
IS1997266640
 Urð frá Hvassafelli (8.22)
IS1984265044

#hofdifrahusavik

Nýjast af Höfða á Instagram

#hofdifrahusavik