Það hafa bæst við tvö folöld í sumar og eru þau því samtals 3 þetta árið. 7. júlí kom jörp hryssa undan Bjarklindi. Faðir er Kappasonurinn Póstur frá Litla-Dal en hann er klárhestur með 9 fyrir tölt og fegurð í reið og 9.5 fyrir brokk. Þá eignaðist Brana bleikálótt merfolald undan Stuðlari 22. júlí. Nett hryssa sem fer á öllum gangi.