Hrauna er komin heim, en hún fór suður og reynt var að sæða hana og var það við stóðhestastjörnunni Konsert frá Hof, en það heppnaðist ekki. Hrauna fór svo í hólf og er fenginn. Sá stóðhestur sem þar var heitir Vökull og er frá Efri-Brú. Hann er 5v og er undan Arði frá Brautarholti og Kjalvör frá Efri-Brú. Hann var sýndur á LM í sumar. Held að hann hafi mælst hæsti hesturinn á mótinu 151 cm. Vökull er með 8,50 fyrir byggingu og 8,19 hæfileikar og aðaleinkunn 8,32, en um vorið fékk hann 8,28 fyrir hæfileika. Vökull er sýndur sem klárhestur, en býr yfir skeið að sagt er. Hann er með mikla stærð og góða bygginu samræmið best léttbyggður fótahár og sívalvaxinn. Vökull hefur fimm níur eina 8,5 og tvær 8,0. Best er töltið sem er rúmt, há fótlyfta, mikið framgrip og skrefmikið. Set hér mynd af Hraunu gömlu, þegar hún var 5v og var þá hæst dæmda 5v hryssan 2002 á landinu. Fundum enga mynd af Vökli, en í stað þess er hér myndband af honum síðan í vor.