Einar flutti til Sviss á síðasta ári í nóvember. Þar býr hann með konu sinni, Börlu og dóttur þeirra Líf. Þau búa stutt frá Zürich, í bæ sem heitir Greifensee. Barla vinnur við tamningar og kennslu auk þess sem hún rekur hesthús með um 35 hestum sem flestir eru í eigu hestafólks á svæðinu, svokallað Pension hesthús. Einar hefur verið að aðstoða við tamningar og í þeirri vinnu sem til fellur í kringum hesthúsið.

Gísli kom í sína fyrstu heimsókn sína hingað til Sviss um páskana. Við notuðum tækifærið og þáðum heimboð til vina okkar í Þýskalandi, Claudiu og Dirk Reister, sem keyptu af okkur Hraunar fyrir um 3 árum, auka önnur hross sem þau fengu frá okkur. Sonur þeirra Tobias Reister og kærasta hans Sina Lacour hafa verið að keppa á Hraunari með góðum árangri. Sina sýndi okkur Hraunar og voru þau í flottu formi eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni og óskum við þeim alls hins besta í keppnisbrautinni. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá heimsókninni.