Um síðustu helgi fórum við og náðum í hrossin upp á Fljótsheiði þar sem þau hafa verið frá því í byrjun júní. Þar hafa þau verið við gott atlæti og er nóg eftir að bíta í hólfinu. En sökum þess að stutt er í vetur konung þá fórum við með hrossin í hólf sem tilheyrir Glaumbæ og er beint á móti Ökrum í Reykjadal. Þar er all svakalegt gras og hólfið stórt. Þá vonum við bara að veturinn verði jafn góður og árið áður en þá gátu hrossin verið í hólfinu fram að jólum áður en við byrjuðum að gefa þeim. Trippin hafa þroskast mikið í sumar og eru þau öll orðin bandvön sem gerir svona tilflutning auðveldari fyrir vikið.