Þá er nýlokið Einarsstaðamóti Þjálfa í Reykjadal. Á mótinu voru mjög sterk hross og gaman að fylgjast með keppninni. Hella stóð sig vel í B-flokki og tölti. Í B-flokki var hún í B-úrslitum og var 4 kommum frá því að komast í A-úrslit. Hella og Gísli fengu 8.40 í aðaleinkunn. Þá enduðu þau í 9 sæti í tölti með 6.44. Annars var mótið skemmtilegt og við látum myndirnar tala sínu máli. Öll úrslit mótsins eru að finna á heimasíðu Þjálfa.