Höfði frá Húsavík – IS2014166640
Höfði er ekki ólíkur föður sínum Korgi. Hann er léttbyggður og reistur með langan bogadreginn háls, með góða fótagerð og er hreyfingafallegur. Byrjað var að temja Höfða í janúar og er hann mjög geðgóður og námsfús. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar: www.hofdahestar.com
Upplýsingar um notkun veitir Gísli Haraldsson í síma 898-2207 eða á netfangið gislason.einar@gmail.com
Hersir frá Húsavík – IS2015166640
Hersir er stór og glæsilegur foli sem sýnir allan gang. Hann er háfættur með reistan langan háls og miklar herðar. Folaldaveturinn fór hann eingöngu um á tölti en fer nú um á skrefmiklu brokki með góðum fótaburði. Hann minnir um margt á móður sína Hraunu hvað varðar stærð og myndarskap. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar: www.hofdahestar.com
Upplýsingar um notkun veitir Gísli Haraldsson í síma 898-2207 eða á netfangið gislason.einar@gmail.com